Nýtt heilsuapp!

Hlúðu að andlegri heilsu og hamingju

HappApp byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og stuðlar að geðrækt með því að bjóða upp á gagnreyndar æfingar til að auka andlega vellíðan og efla geðheilsu notenda

app-preview app-preview

Sæktu appið og prófaðu

Happapp er einfalt og þægilegt í notkun. Byrjaðu að rækta sjálfan þig í dag

Núvitund
Daglegar æfingar, hugleiðsluæfingar og sjálfsumhyggjuæfingar
Hugarfar
Þjálfaðu hugann í að taka eftir því jákvæða
Styrkleikar
Notaðu styrkleika þína meðvitað í daglegu lífi
Tengsl
Hlúðu að tengslum sem skipta þig máli
nuvitund hugarfar styrkleikar tengsl
author

Um höfundinn

Helga Arnardóttir hefur lengi haft ástríðu fyrir andlegri heilsu og leiðum til að efla hana og styrkja og hefur hún unnið við ráðgjöf og fræðslu um andlega heilsu og geðrækt í um 10 ár. Helga er með mastersgráðu í félags- og heilsusálfræði og diplómagráðu í jákvæðri sálfræði, auk þess að hafa lokið þjálfun í núvitundarkennslu.

HappApp býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem efla andlega heilsu og vellíðan. Æfingarnar byggja á rannsóknum á hamingju og vellíðan einstaklinga og skiptast í fjóra flokka: núvitund, hugarfar, styrkleika og tengsl.